Siv Friðleifsdóttir

Bréf frá starfsfólki á St. Jósefsspítala

19/01/2009

Ágætu þingkonur og ráðherrar.

Til varnar St.Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Hafið þið kynnt ykkur þá þjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sem er fyrir konur? Ef ekki, viljum við benda ykkur á það sem við erum m.a. að standa vörð um.

Á stofnuninni hefur undanfarin 13 ár starfað grindarbotnsteymi. Það tekur til meðferðar KONUR á öllum aldri sem eiga við grindarbotnsvandamál að stríða. Þau valda þvag- og/eða hægðaleka hjá 70% kvenna á aldrinum 25-65 ára. Þetta eru mjög algeng vandamál hjá konum sem hafa fætt en eru eðli málsins samkvæmt lítið rædd opinberlega.

Á skurðstofum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði voru árið 2008 framkvæmdar 1289 aðgerðir til kvenlækninga (aðrar aðgerðir en á grindarbotni með taldar).

Með tillögum um lokun skurð- og svæfingadeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði leggst þessi starfsemi af. Enginn veit hvort eða hvenær hún verður í boði einhversstaðar í líkum mæli og nú. Afleiðingin er STÓRLEGA skert þjónusta við heilbrigði og lífsgæði KVENNA.

Með vinsemd
Starfsmenn á skurð- og svæfingadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði