Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Góður áfangi hjá mótorhjóla- og vélsleðamönnum


  22/07/2005

  Vélhjólaíþróttaklúbburinn(VÍK), hefur unnið lengi af mikilli elju við að útvega svæði sem henta til aksturs torfæruhjóla. VÍK náði þeim árangri á sínum tíma í samstarf við Reykjavíkurborg og fleiri að fá úthlutað svæði fyrir mótocrossbraut í Álfsnesi. Nú í dag verður svo skrifað undir samning VÍK, Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna-Reykjavík og Sveitarfélagsins Ölfus um nýtt svæði við Bolöldu og Jósefsdal sem hentar vel endurohjólahópnum og vélsleðamönnum. Mikilvægt er að mótorhjóla- og vélsleðamenn hafi aðgang að hentugum svæðum til afnota. Aðgangur að slíkum svæðum mun minnka utanvegaakstur. Innan VÍK er sérstök umhverfisnefnd sem margir aðilar hafa átt gott samstarf við. Hef ég fylgst með því starfi. Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK og aðrir forystumenn og félagar klúbbsins fyrr og nú eiga hrós skilið fyrir framlag sitt gegn utanvegaakstri en klúbburinn hefur staðið fyrir mikilvægri uppfræðslu á því sviði.

  Hér er fréttatilkynningin sem send var út af tilefni undirritunar samnings um nýtt æfingavæði fyrir mótorhjóla- og vélsleðamenn:

  22. júlí 2005
  Torfæruhjóla- og vélsleðamenn semja við Sveitarfélagið Ölfus
  um aksturssvæði í Jósepsdal

  Á morgun föstudaginn 23. júlí kl. 16 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins, Landssamband Íslenskra Vélsleðamanna -Reykjavík og Sveitarfélagsins Ölfus um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og allt inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Hæstvirtur umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun

  Torfæruhjólum hefur fjölgað verulega síðastliðin ár auk þess sem vélsleðamenn hafa lengi haft áhuga á að eignast fast æfingasvæði að vetrarlagi. Umferð torfæruhjóla í nágrenni Reykjavíkur aukist gríðarlega á sama tíma sem hefur leitt til árekstra við annað útivistarfólk og utanvegaaksturs sem nauðsynlegt er að taka á með sameiginlegu átaki félaganna, sveitarstjórna og annarra opinberra aðila.Undanfarin ár hefur Vélhjólaíþróttaklúbburinn haft frumkvæði að viðræðum við fjölmörg sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur um möguleika á úthlutun sérstakra aksturs- og æfingasvæða með litlum árangri fyrr en nú.

  Með þessu samkomulagi hefur Sveitarfélagið Ölfus sýnt einstakt frumkvæði í umhverfismálum sem önnur sveitarfélög gætu tekið sér til fyrirmyndar. Sveitarfélagið Ölfus og félögin hafa haft gott samráð m.a. við Umhverfisstofnun, Landgræðslu Ríkisins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafa kynnt sér aðstæður torfæruhjóla- og vélsleðamanna. Með þessu skrefi stigið stórt skref í því að skapa aðstöðu fyrir þessa hópa til aksturs á afmörkuðum leiðum innan ákveðins svæðis sem hefur verið eitt stærsta baráttumál félaganna um árabil.

  Stjórnendur Sveitarfélagsins Ölfus hafa sýnt mikinn áhuga og vilja til að bæta úr aðstöðuleysi hjólamanna, sem líkast til er ein stærsta ástæða utanvegaaksturs. Með aukinni þjónustu við þessa hópa telja félögin að hægt sé að draga stórlega úr utanvegaakstri.

  Á svæðinu verður komið upp skýrt afmörkuðum akstursbrautum og annarri aðstöðu sem nýtist torfæruhjólamönnum að sumarlagi auk þess sem gert er ráð fyrir vélsleðamenn geti nýtt sömu aðstöðu að vetri til. Lögð verður mikil áhersla á agaðan akstur á skipulögðum brautum á svæðinu sem ætlað er að draga úr gróðurskemmdum eins og mögulegt er. Með þessu samkomulagi má segja að nú hylli loksins undir varanlega aðstöðu fyrir torfæruhjóla og vélsleðamenn rétt við borgarmörkin.


  Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins
  Ríkharður Sigmundsson formaður LÍV- Reykjavík
  Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfus