Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Umsögn vegna stjórnarskrármálsins


  20/01/2013

  141. löggjafarþing 20122013.
  415. mál.
  Umsögn
  um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldsins Íslands
  Frá 1. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar.

  Fyrsti minni hluti telur að málið sé fallið á tíma. Áhrif frumvarpsins eru óásættanlega óljós, nú á kosningavori þegar einungis þrír mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu og 23 þingfundadagar eftir af starfstíma Alþingis. Af skriflegum og munnlegum álitum sérfræðinga sem komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd má sjá að áhrif margra greina frumvarpsins og greinargerðarinnar eru mjög óljós og að ekkert mat hefur verið gert á áhrifum frumvarpsins á stjórnskipan landsins og réttindi borgaranna. Færð hafa verið rök fyrir því að sum mannréttindaákvæði þess hafi óljós réttaráhrif svo eitthvað sé nefnt. 1. minni hluti telur nauðsynlegt að sníða talsverða ágalla af frumvarpinu og miðað við eðli máls mun slíkt taka töluverðan tíma. Það er mat 1. minni hluta að slíkt verkefni sé vinnandi vegur en taki meiri tíma en Alþingi hefur til ráðstöfunar nú. 1. minni hluti telur því að Alþingi eigi nú að freista þess að ná samstöðu um nokkrar mikilvægar framfaragreinar í frumvarpinu og nefnir í því sambandi auðlindaákvæðið og þjóðaratkvæðagreiðsluákvæðin. Með því væri hægt að nýta hluta þeirrar miklu vinnu sem fram hefur farið við undirbúning frumvarpsins. Að mati 1. minni hluta er frekari vinna við frumvarpið í heild, á komandi vikum, drifin áfram af pólitískum ástæðum en ekki af raunsæi. Skynsamlegra væri að nýta þann litla tíma sem eftir er af kjörtímabilinu í að ná samstöðu um nokkrar mikilvægar greinar og vinna það sem eftir stendur á næsta kjörtímabili. 1. minni hluti telur mjög mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir freisti þess að leggja höfuðlínur um hvernig skuli halda á málum á komandi kjörtímabili svo að öll undirbúningsvinna við breytingar á stjórnarskránni nýtist sem best.

  Alþingi, 17. janúar 2013.

  Siv Friðleifsdóttir.