Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Brottflutningur frá landinu


  25/01/2011

  Athyglisverð frétt af dv.is um brottflutning frá landinu.
  25. JANÚAR 2011
  Á síðasta ári fluttu rúmlega tvö þúsund fleiri frá landinu en til þess. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Mjög dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður þegar rúmlega 4.800 fluttu úr landi umfram aðflutta.
  Alls fluttu 7.759 frá landinu, samanborið við 10.612 árið 2009. Rúmlega 5.625 manns fluttu til Íslands árið 2010, sem er svipaður fjöldi og árið 2009 þegar 5.777 fluttu til landsins. Íslenskir ríkisborgarar voru fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 4.340 á móti 3.419, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
  Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til Noregs, eða 1.539 einstaklingar, en brottfluttir til Póllands voru nokkuð færri, eða 1.469. Til Danmerkur fluttu alls 1.145, en tveimur færri fluttu þaðan til Íslands.
  Árið 2010 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25 til 29 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 20 til 24 ára. Tíðasti aldur aðfluttra einstaklinga var 22 ára.
  "Höfuðborgarsvæðið tapaði flestum einstaklingum vegna brottflutninga umfram aðflutninga eða 594 manns. Það tap helgast aðallega af miklum flutningum frá höfuðborgarsvæðinu til útlanda en þangað fluttu 1.234 umfram aðflutta frá höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti fékk höfuðborgarsvæðið 640 einstaklinga umfram brottflutta í innanlandsflutningum frá öðrum landsvæðum. Á öllum öðrum landsvæðum voru brottfluttir fleiri en aðfluttir, hvort sem litið er til innanlands- eða millilandaflutninga," segir á vef Hagstofunnar.