Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Mmr mælir traust til stofana 18. maí 2010


  04/06/2010

  Traust til helstu stofnana samfélagsins
  Þriðjudagur, 18. maí 2010 14:28
  Þeim fækkar sem bera mikið traust til Alþingis en 10,5% segjast bera mikið traust til þess nú borið saman við 18,0% í könnun MMR frá því í september 2009. Jafnframt fjölgar þeim sem segjast bera lítið traust til Alþingis, eru nú 56,4% en voru 52,4% í september 2009. Þeim sem bera mikið traust til lífeyrissjóðanna fækkar frá fyrri könnunum, nú segjast 9,8% bera mikið traust til þeirra borið saman við 16,7% í könnuninni frá september 2009. Að sama skapi hefur vantraust á lífeyrissjóðunum aukist, í desember 2008 sögðust 32,7% bera lítið traust til lífeyrissjóðanna en nú segjast 61,8% bera lítið traust til þeirra.

  Lögreglan nýtur trausts 78,9% aðspurðra sem er svipað og í fyrri könnunum MMR. 69,7% segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands og 54,2% segjast bera mikið traust til Háskólans í Reykjavík sem er sambærilegt hlutfall og í fyrri könnunum. Þeim sem segjast bera mikið traust til Ríkisútvarpsins fækkar, nú bera 51,8% mikið traust til Ríkisútvarpsins en hlutfallið var 64,2% í könnun MMR í september 2009. Þessar fjórar ofantaldar stofnanir njóta áfram mun meira trausts en aðrar stofnanir sem spurt var um í könnuninni.

  Þeim fjölgar lítillega sem segjast bera lítið traust til ríkisstjórnarinnar, 58,9% segjast bera lítið traust til hennar nú en 54,8% sögðust bera lítið traust til hennar í september 2009. 19,3% aðspurðra segjast bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar sem er svipað og var í desember 2008 en þá sögðust 19,2% bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar.
  Tæp 54% segjast bera lítið traust til stjórnarandstöðunnar og 14,0% segjast bera mikið traust til hennar.

  Bankakerfið situr enn á botninum en 4,6% segjast bera mikið traust til þess og flestir aðspurðra vantreysta bankakerfinu eða 77,8%.