Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Ályktun meirihluta utanríkismálanefndar vegna Ísrael/Palestínu


  01/06/2010

  Ályktun meirihluta utanríkismálanefndar. Að henni stóðu fulltrúar VG, Samfylkingar,
  Hreyfingarinnar og Framsóknarflokks.
  Meiri hluti utanríkismálanefndar fordæmir harðlega árás ísraelska hersins á tyrkneskt
  skip í skipalest á alþjóðlegri siglingaleið með hjálpargögn til Gazasvæðisins. Árásin er
  brot á alþjóðalögum. Það stríðir gegn réttlætiskennd manna, að hindra með ofbeldi að
  hjálpargögn berist fólki í neyð. Meiri hlutinn leggur áherslu á að mannréttindasáttmálar,
  samþykktir Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög verði virt í hvívetna í hertekinni
  Palestínu, á Gaza og Vesturbakkanum, að meðtalinni Austur-Jerúsalem.
  Meiri hlutinn ályktar að fela utanríkisráðherra, í samráði við utanríkismálanefnd, að
  skipuleggja ferð til Gaza svæðisins og að Ísland standi að því að senda hjálpargögn til
  að aðstoða heimamenn og sýna þannig andstöðu við herkvína sem Ísraelsmenn hafa
  sett á Gaza í trássi við alþjóðalög. Það er ólíðandi að í meira en hálfa öld hafi ályktanir
  Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar
  verið virtar að vettugi. Slit á stjórnmálasambandi við Ísrael kemur alvarlega til álita og er utanríkisráðherra falið að meta, í samvinnu við aðrar þjóðir, hvaða úrræðum verði beitt sem talin eru áhrifaríkust til að knýja á um breytingar í samræmi við alþjóðalög, svo sem alþjóðlegri samstöðu um viðskiptaþvinganir eða slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael, beri önnur úrræði ekki ávöxt.