Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Kristjana Bergs við stýrið á Kópavogsstrætó


  14/05/2010

  Þegar Kristjana var að byrja að keyra strætó var fjallað um þá nýjung í dagblöðum. Hér er frétt sem birtist í dagblaðinu Vísi árið 1975 og sýnir hún vel tíðarandann sem þá ríkti.

  Hún verður fyrsti kvenstrætóbílstjórinn

  - 22 ára stúlka sezt við
  stýri Kópavogsstrætós


  Lögreglan í Kópavogi fékk í gærkvöldi upphringingu frá skelfdum Kópavogsbúa. Hann hafði séð smástelpu vera að aka um á strætó og orðið bilt við.

  Lögreglan hélt á vettvang og hafði fljótlega upp á strætisvagninum. Jú, undir stýri sat ung stúlka. En ekki hafði hún þó stolið vagninum, heldur var hún þarna að æfa sig undir sumarstarfið, sem er að aka strætisvagni fyrir Kópavogsbúa.

  Það var auglýst eftir strætóbílstjórum og ég sótti um eins og margir aðrir. Ég fékk vilyrði fyrir vinnu og fór því á meiraprófsnámskeið. Því lauk ég fyrir stuttu og fór þá að æfa mig í strætóakstri, sagði Kristjana Bergsdóttir, 22 ára háskólanemi.

  Kristjana mun væntanlega taka við sumarafleysingum í miðjum næsta mánuði og vera þar með fyrsti kvenstrætóbílstjórinn á Íslandi. Önnur stúlka hafði sótt um að komast að hjá SVK, en hana brast kjarkinn. Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur mun einnig í sumar hafa verið ráðin ein kona til afleysinga sem bílstjóri.

  "Það má ef til vill segja sem svo að þetta sé tilraun til að auka við farþegatöluna," sagði Karl Árnason, forstöðumaður SVK, er Vísir spurði hann, hvort hann teldi ekki að farþegafjöldinn myndi aukast með tilkomu kvenbílstjóra.

  "Nú, svo má líka segja, að þetta sé í tilefni ársins. Annars er fremur furðulegt að kvenfólk skuli ekki áður hafa ekið strætisvögnum hér á landi, því að erlendis er þetta algengt. Starfið felst eingöngu í akstri og afgreiðslu farþega, en hvorki í því að gera við né skipta um dekk, það eru aðrir starfsmenn, sem sjá um það," sagði Karl.

  Og úr því að Strætisvagnar Kópavogs fá svona góða auglýsingu þá vildi Karl nota tækifærið að minna á hina nýju sumaráætlun strætisvagnanna, sem tekur gildi l. júní. Ferðir verða þá á 15. mínútna fresti í stað 12 mínútna.

  Fyrir neðan mynd sem fylgdi fréttinni var þessi texti:
  Kristjana Bergsdóttir, ásamt starfsfélögum sínum, Snorri Sigurðsson bílstjóri er lengst til vinstri, Stefán Stefánsson bílstjóri, sem ætlar að þjálfa Kristjönu í nýja starfið er til hægri við hana, og lengst til vinstri er Karl Árnason, forstöðumaður SVK.