Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    prentvæn útgáfa

    Þjóðin ákveður hvort Ísland gerist aðili að ESB eða stendur fyrir utan það


    16/02/2010

    Í fréttum þann Ríkisútvarpsins þann 16. febrúar 2010 segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, að það sé ekki meirihluti á þingi til að stöðva umsókn Íslands að ESB. Það er hárrétt hjá honum, enda greiddi Alþingi atkvæði um málið í sumar og þá var meirihluti fyrir því að sækja um og lítið nýtt hefur komið upp á síðan þá sem gæti hafa breytt afstöðu þingmanna að mínu mati. Samningaferlið er að hefjast og ómögulegt að segja til um útkomuna úr því á þessu stigi. Þingmaðurinn segir að hann telji að á Alþingi sé ekki meirihluti fyrir aðild. Að mínu mati er of snemmbært að skera úr um það, enda hafa engin samningsdrög litið dagsins ljós. Það má líka spyrja sig hvort það skipti miklu hvað einstaka þingmenn vilji í stöðunni sem upp mun koma. Er það ekki svo að þjóðin á að fá að segja sitt um niðurstöðu samningaviðræðna? Eru ekki flestir þingmenn á því að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um hvort Ísland eigi að gerst aðili að ESB eða standa utanvið það samstarf? Á ekki þjóðin að ráða því?