Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    prentvæn útgáfa

    Forvarnir skila sér


    14/02/2010

    Í Læknablaðinu í febrúar 2010(tbl.2 2010) er grein eftir Guðmund Þorgeirsson, hjartalækni á Landspítalanum, sem ber titilinn "Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum á tímum gagnreyndrar læknisfræði". Þar kemur fram glæsilegur árangur af lífsstílsbreytingum Íslendinga. Þar segir "Á tímabilinu 1981-2006 lækkaði dánartíðni úr kransæðasjúkdómi um 80% meðal íslenskra karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. Áætlað var að fjórðungur lækkunarinnar væri vegna bættrar lyfjameðferðar og aðgerða við sjúkdómnum en þrír fjórðu vegna lífsstílsbreytinga. Þannig stöfuðu um 36% af lækkuðu kólesteróli í blóði landsmanna(0,8 mmól/L lækkun að meðaltali undirstrikar miklar breytingar í mataræði), 25% vegna lækkaðs blóðþrýstings og 20% vegna minni reykinga. Samtímis varð einnig neikvæð þróun á vissum sviðum. Aukin tíðni offitu og sykursýki leiddi samtals til 9% hækkunar í dánartíðni sem hamlaði gegn en glæsilegri árangri."
    Þetta er árangur sem vert er að íhuga.

    Nú um þessar mundir er mikið rætt um lokun skurðstofa. Neðangreindar upplýsingar benda til að spara megi umtalsvert fé með betri nýtingu skurðstofa.
    Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eru 21 skurðstofa. Að jafnaði eru 16 þeirra opnar og því 5 ekki nýttar.
    Á svokölluðum Kragasjúkrahúsum(Heilbr.st.Suðurnesja, Heilbr.st. Suðurlands, Heilbr.st. Vesturlands-Akranes og St. Jós.) eru samtals 10 skurðstofur. Að jafnaði eru 7 þeirra í notkun.
    Á höfuðborgarsvæðinu eru því 31 skurðstofa og eru að jafnaði 23 þeirra nýttar sem slíkar. 8 skurðstofur nýtast því ekki sem skyldi.