Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Yfirlýsing um "pörun"


  13/12/2009

  Yfirlýsing.

  Að gefnu tilefni skal það upplýst að þingflokkur framsóknarmanna tók þá ákvörðun í fyrradag að para þingmann út á móti Helga Hjörvar í atkvæðagreiðslunni um icesave sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Sivjar Friðleifsdóttur. Þetta er gert í samræmi við venjur og siði sem tíðkast hafa á Alþingi í mikilvægum atkvæðagreiðslum um langt skeið. Eru þingmenn paraðir út svo valdahlutföll raskist ekki ef um lögmæt forföll þingmanna er að ræða. Vegna reglna Alþingis eru ekki kallaðir inn varamenn nema þingmenn forfallist í marga daga. Helgi Hjörvar sinnti í gær skyldustörfum sem þingmaður erlendis. Ef ekki hefði verið parað út á móti Helga hefði för hans verið aflýst. Eru mörg dæmi um að þingmenn annarra flokka hafa verið paraðir út á móti þingmönnum framsóknarmanna þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Afstaða Sivjar Friðleifsdóttur og annarra í þingflokki framsóknarmanna í icesavemálinu er skýr, eins og marg oft hefur komið fram á Alþingi og mun koma fram við 3. umræðu málsins, lokaatkvæðagreiðslu.

  Gunnar Bragi Sveinsson,
  þingflokksformaður framsóknarmanna.