Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Þú getur


  08/11/2008

  Þú getur verið með!

  Stofnaður hefur verið nýr forvarna- og fræðslusjóður til styrktar þeim sem eiga við geðræna vanlíðan eða veikindi að stríða. Markmið sjóðsins eru að styrkja til náms, berjast gegn fordómum og efla nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu.

  Fjáröflun hefst með stórhuga tónleikahaldi í Háskólabíó, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20. Það er ánægjulegt að margir af þekktustu tónlistarmönnum og bestu skemmtikröftum þjóðarinnar hafa ákveðið að leggja málefninu lið og gefa til þess vinnu sína. Verkefnastjóri er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. Það er nýjung að samfara tónlist og listviðburðum verður einnig fræðsla um geðheilbrigði, forvarnir og eflingu.

  Aðgangseyrir er kr. 2.000. Miðasala verður í verslunum LYFJU á höfuðborgarsvæðinu og hefst á laugardag. Miðar verða einnig seldir við innganginn frá kl 16.

  DAGSKRÁ STYRKTARTÓNLEIKANNA

  19:30 Húsið opnar
  20:00 Dagskrá hefst - Helga Braga og Pétur Jóhann
  20:05 Ólafur Þór Ævarsson, læknir og formaður stjórnar sjóðsins
  20:15 Ragnheiður Gröndal
  20:20 Í svörtum fötum
  20:30 Heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson
  20:35 Hljómsveitin Buff & Þórhallur Sigurðsson-Laddi
  20:50 Hera Björk
  20:55 Geir Ólafs
  21:00 Sr. Pálmi Matthíasson, stjórnarmaður sjóðsins.
  21:05 Hlé
  21:15 Strákarnir frá Duett.is, Davíð Ólafs og Stefán Helgi
  21:25 Klaufarnir
  21:30 Sigurður Guðmundsson, læknir og stjórnarmaður sjóðsins
  21:35 Magni
  21:45 Páll Rósinkranz
  22:00 Sálin hans Jóns míns lokar tónleikunum

  Innilegustu þakkir til þessarra frábæru tónlistarmanna og skemmtikrafta og allra sem að undirbúningi tónleikana komu. Aðal stuðningsaðilar eru Actavis, Landsnet og Heilbrigðisráðuneytið.

  Þeim sem styðja vilja sjóðinn með upphæð að eigin vali er bent á að auðveldast er að nota heimabankann: Bankareikningur nr.1158-26-1300, Kennitala 621008-0990