Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Stöðvum barnamisnotkun á Norðurlöndunum


  28/06/2008

  Fréttatilkynning velferðarnefndar Norðurlandaráðs þann 26, júní 2008.

  Stöðvum barnamisnotkun á Norðurlöndum

  Velferðarnefnd Norðurlandaráðs ræddi á fundi sínum á Grænlandi þann 23. júní, átaksverkefni til að stöðva misnotkun á börnum og ungmennum á Norðurlöndum. Velferðarnefndin ræddi sérstaklega um umönnunarskort, kynferðislega misnotkun, andlegt og líkamlegt ofbeldi, sjálfsmorð og fíkniefnamisnotkun.

  Börn sem beitt hafa verið ofbeldi, eiga á hættu að verða veikir einstaklingar seinna meir. Niðurstöður nýrra rannsókna gefa sterklega til kynna að misnotkun hafi í för með sér eyðileggjandi lífshætti og hegðun á uppvaxtarárunum sem eykur hættuna á sjúkdómum eins og til dæmis hjarta- og æðasjúkdómum, lungna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, krabbameini og geðsjúkdómum.

  Þróunin á Norðurlöndum sýnir aukna þörf fyrir að aðstoða börn vegna andlegra og líkamlegra kvilla, vegna misnotkunar, þá er einnig aukin þörf fyrir sérkennslu.

  Nefndin vill að ríkisstjórnir Norðurlandanna nýti sér allar þær aðferðir sem hafa hjálpað börnum í hverju landi fyrir sig. Á þann hátt verður til norrænn virðisauki með áherslum á hugmyndir sem nú þegar fyrirfinnast á Norðurlöndum og sjálfstjórnarsvæðunum.

  Nefndin vill að ríkisstjórnirnar með aðstoð Norrænu ráðherranefndarinnar eigi frumkvæði að því að áhersla verði lögð á jafnt forvarnir og raunverulega hjálp fyrir börn og ungmenni í áhættuhópum, til þess að auka lífsgæði þeirra og stuðla að bættu samfélagi. Velferðarnefndin hvetur til þess að:

  Sett verði á stofn Barnahús á öllum Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum eftir fyrirmynd frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

  Að útbúin verði Barnavog með opinberri tölfræði til að auka sýnileika og mynda grunn til ákvarðanatöku um málefni sem tengjast börnum og ungmennum.

  Ef Norðurlöndin vilja vera til fyrirmyndar á heimsvísu og stuðla að samkeppnishæfni í framtíðinni verðum við að ganga fram af festu til að koma í veg fyrir aðstöðumun á Norðurlöndum. Nýlega veitti Norræna ráðherranefndin Svíanum prófessor Danuta Wasserman Norrænu lýðheilsuverðlaunin fyrir fyrirbyggjandi starf hennar gegn sjálfsmorðum.

  Verðlaunin eru viðurkenning á lofsverðu starfi sem nefndin vonar að hafi í för með sér auknar fjárveitingar til rannsókna á þessu sviði. Fjárveitingarnar eiga að vera hluti af þeim norrænu fjárveitingum sem ríkisstjórnirnar hafa ákveðið að renni til öndvegisrannsókna og eru hluti af aðgerðum Norðurlandanna til að mæta áskorunum hnattvæðingarinnar.