Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  prentvæn útgáfa

  Árangurinn veikir stöðu menntamálaráðherra


  16/04/2008

  Í dag, 16. apríl, var umfjöllun um skólamál í Fréttablaðinu þar sem fram kemur að okkur hefur hrakað verulega í menntamálum á síðustu árum samkvæmt PISA-könnuninni. Hlýtur þessi niðurstaða að vera verulegt áfall fyrir menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og veikja pólitíska stöðu hennar. Niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2006 um færni 9. og 10. bekkinga í stærðfræði, náttúrufræði og lesskilningi voru mikil vonbrigði. Könnunin var gerð í 57 löndum og reyndist Ísland miðlungsþjóð hvað árangur varðar en efstir þegar kemur að fjárútlátum í málaflokkinn. OECD gagnrýndi yfirvöld í kjölfarið og var bent á að þessi árangur gæti ekki talist ásættanlegur miðað við að Ísland eyddi meira fjármagni en nokkur önnur þjóð innan OECD á hvern nemenda.

  Ísland tók þátt í samskonar könnun árið 2001 og sýndu niðurstöðurnar árið 2006 að nemendum hafði hrakað á tímabilinu í öllum greinum. Nú er beðið eftir viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, vegna þessa. Mun hún vera að bíða eftir svörum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandsins, Heimilis og skóla og fleiri áður en brugðist verður við.

  Í sömu umfjöllun fjallar Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar um bankastjóra og bóndasyni en þar segir hann m.a. "Annar styrkleiki okkar er sá að við höfum stéttlausan skóla svo það eru engar hindranir í því að fólk sem hafi burði til að ná hátt í atvinnulífinu geri það sama hver bakgrunnur þess er. Hér er til dæmis ekkert því til fyrirstöðu að bóndasonur verði bankastjóri en víða erlendis er það óhugsandi. Við eigum að halda í þá kosti sem fylgja okkar kerfi."

  Þann 13. apríl sagði hinsvegar Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins að það sé aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld verði tekin upp í opinberum háskólum. Af framangreindu má sjá að langt er á milli sjónarmiða þingmanna stjórnarflokkana um hvort taka eigi upp skólagjöld eða ekki.