Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    prentvæn útgáfa

    Ríkisstjórnin tefur uppbyggingu LSH


    28/02/2008

    Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, er nú þegar búinn að tefja uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH) svo eftir er tekið. Hann hefur sett af stað mýgrút af nefndum og átti ein þeirra að gera úttekt á stöðu uppbyggingu sjúkrahússins. Að úttekt lokinni átti á kynna hvort ástæða væri til að breyta þeim ákvörðunum sem teknar voru á sínum tíma um uppbyggingu sjúkrahússins við Hringbraut. Uppbyggingin var því sett í töf meðan á nefndarstarfi stóð. Inga Jóna Þórðardóttir var sett yfir nefndina, en hún hafði einnig verið í fyrri nefnd sem hafði unnið að undirbúningu verksins á Hringbraut. Í gær kynnti heilbrigðisráðherra niðurstöðu nefndarinnar og viti menn hún er sú að skynsamlegast er að reisa nýja sjúkrahúsið við Hringbraut eins og búið var að ákveða í upphafi. Fyrirutan óvissuna sem heilbrigðisráðherra hefur tekist að skapa um uppbyggingu LSH er ljóst að áhuginn á verkinu er takmarkaður hjá ríkisstjórninni því rétt fyrir síðustu jól ákváðu Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn að lækka framlög til framkvæmdanna um 700 milljónir króna á þessu ári, 2008. Nú er því tekið við tímabil kyrrstöðu og smáskammtalækningar í ætt við stækkun gjörgæslunnar sem nú á að hengja utan á spítalann í húsnæði til bráðabirgða. Alkunna er að með uppbyggingu sameinaðs Landspítala mun nást um 10-15% hagræðing í rekstri sjúkrahússins. Hér er því um að ræða sparnað upp á um 3 milljarða króna á ári. Óhagræðið af seinkuninni hefur því nú þegar kostað skattgreiðendur 3 milljarða króna. Tefji ríkisstjórnin verkefnið enn frekar verður tapið af töfinni enn meira.