Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    Minningargrein um Sólveigu Guðmundsdóttur

    22/12/2010

    Fallin er frá Sólveig Guðmundsdóttir, langt fyrir aldur fram. Sólveig var sómakona og hörkudugleg til vinnu. Hún var glaðlynd og hafði góða nærveru. Leiðir okkar lágu saman bæði í gegnum fjölskyldur okkar og í vinnu að bættri heilbrigðisþjónustu. Minnist ég afar skemmtilegrar veiðiferðar sem við fórum til Vestfjarða með fjölskyldum okkar. Þar var Sólveig í essinu sínu við veiðar og eldamennsku, reffileg í alla staði. Veitt var frá morgni til kvölds og sló Sólveig ekkert af. Síðar kynntist ég dugnaði hennar þegar við unnum saman að ýmsum framfaramálum í heilbrigðisþjónustunni, en Sólveg var yfirlögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Þar leiddi hún mörg mál til lykta af lipurð og skynsemi. Sólveig barðist við alvarlegan sjúkdóm um langt skeið. Fann ég kraftinn sem hún bjó yfir þegar ég heimsótti hana eitt sinn eftir mikla aðgerð. Þá brosti hún hetjulega af sjúkrabeðinu og var komin á ról fyrr en varði. Ég vil þakka Sólveigu fyrir alla þá samvinnu og aðstoð sem hún veitti mér í annasömum störfum í heilbrigðisráðuneytinu. Einnig vil ég þakka henni og Birni Líndal fyrir góðar minningar í gegnum tíðina. Birni, börnunum og öðrum ástvinum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð vegna fráfalls Sólveigar. Megi Guð blessa minningu hennar.