Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  Ræða um samstarf við Færeyinga

  13/11/2009

  Virðulegur forseti. Í gær hélt Beinta í Jákupsstovu mjög skemmtilegan fyrirlestur í Norræna húsinu. Hún er dósent í stjórnmálafræði við Fróðskaparsetrið í Færeyjum og við Molde-háskóla í Noregi. Erindi hennar fjallaði um færeysk utanríkismál. Þar kom fram að Færeyingar þyrftu að endurskoða samskipti sín við erlendi ríki og ríkjasambönd og að færeyska heimastjórnin hefði í þessum tilgangi sett á stofn nefnd sem horfði sérstaklega til Evrópusambandsins og EFTA og til annarra ríkja í Norður-Evrópu. Beinta í Jákupsstovu sagði að Færeyingar stæðu fyrir utan alþjóðasamstarf og að hennar mati væri ljóst að það gengi ekki lengur.

  Nú eru Færeyingar því búnir að setja niður þessa nefnd. Þeir opnuðu nýlega sendistofu hér á Íslandi og eru reyndar með sendistofu í Brussel og London og á fleiri stöðum. Þeir stofnuðu líka utanríkisráðuneyti nýlega og eru greinilega að fara að láta til sín taka í utanríkismálum.

  Því langar mig að spyrja hæstv. utanríkisráðherra, þar sem við erum komin með aðildarumsókn í ESB í ferli og sjávarútvegur er mjög mikilvægt atriði í samningum okkar lögsögur okkar og Færeyinga liggja saman og við erum með mikla samninga við þá hvort það komi til greina í ljósi þessarar stöðu að við bjóðum Færeyingum að vera í samstarfi við okkur í sambandi við þessa ESB-umsókn og höfum þá upplýsta um það sem fram fer hjá okkur, vegna þess að gæti verið gott fyrir hagsmuni beggja ríkjanna vegna stöðu sjávarútvegsmála. Við ráðum saman yfir talsvert stórum hluta Norður-Atlantshafinu. (Forseti hringir.) Kemur til greina að bjóða vinum okkar í Færeyjum, ef þeir vilja þiggja það, að vera með okkur og fá upplýsingar um það sem við erum að gera?