Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    Samkeppni á matvörumarkaði

    22/07/2008

    Í ársriti Samkeppniseftirlitsins 2008 sem kom út í júní er fjallað um
    skýrslu þess um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og um
    hagsmunagæslu samtaka fyrirtækja á matvörmarkaði. Meginniðurstaða
    skýrslunnar er sú að allmargir samningar birgja og matvöruverslana fela í
    sér ákvæði sem kunna að raska samkeppni neytendum til tjóns. Í skýrslunni
    kemur fram að verð á matvörum er að jafnaði 64% hærra á Íslandi en að
    meðaltali í ESB-ríkjunum. Miðað við skýrsluna í heild er ljóst að verðlag á
    matvörum í EES-ríkjunum er hvergi hærra en á Íslandi og afar brýnt að gripið
    verði til ráðstafana í því skyni að efla samkeppni og lækka verð til
    Íslenskra neytenda á nauðsynjavörum. Björgvin G. Sigurðsson,
    viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í maílok "Það eru nýjustu tölurnar um
    hlutdeild á smásölumarkaði fyrir dagvöru og samkvæmt þeim upplýsingum, sem
    eru byggðar á tekjum matvöruverslana á árinu 2006, voru Hagar með u.þ.b. 50%
    markaðshlutdeild í sölu á dagvöru í landinu öllu. Kaupás var þá með 22%
    hlutdeild og Samkaup með 15% hlut. Aðrir keppinautar á matvörumarkaði voru
    með minni hlutdeild.
    Af framangreindu sést að talsverðrar samþjöppunar gætir á matvælamarkaði og
    það hefur og getur að sjálfsögðu haft samkeppnishamlandi áhrif, sérstaklega
    þegar litið er til samningsgerða birgja og matvöruverslana."



    Forverðmerkingar
    Í skýrslunni segir að forverðmerkingar birgja á matvöru takmarki
    verðsamkeppni milli matvöruverslana. Verðmunur á þessum forverðmerktu vörum
    milli verslana er margfalt minni, eða 0-6%, en eðlislíkra vara sem eru ekki forverðmerktar, en milli þeirra vara er 30-60% verðmunur. Þær matvörur sem
    aðallega eru formerktar af framleiðendum með s.k. leiðbeinandi smásöluverði
    eru unnar kjötvörur, s.s. álegg, kryddlegið kjöt og pylsur auk ákveðinna
    tegunda af ostum. Einnig að hluta lítt unnar kjötvörur(aðallega frystar),
    fiskmeti, egg og pakkað grænmeti og ávextir. Eru þessar vörur verðmerktar af
    birgjum um leið og þær eru vigtaðar. Vörur sem merktar eru á þennan hátt eru
    því boðnar á sama smásöluverði í öllum verslunum nema verslanir auglýsi
    sjálfar afslátt frá hinu leiðbeinandi verði. Það er mat
    Samkeppniseftirlitsins að þessar niðurstöður veiti vísbendingu um það að
    forverðmerkingar birgja takmarki verðsamkeppni milli matvöruverslana.



    Einkakaup og tryggðarafslættir
    Í allnokkrum samningum birgja sem Samkeppniseftirlitið skoðaði komu fram
    ákvæði um einkakaup og/eða tryggðarafslætti. Einkakaup eru ákvæði þar sem
    gerð er krafa um að viðkomandi verslun kaupi a.m.k. 60-80% af tilteknum
    vörum frá birgi. Tryggðarafslættir eru afslættir eða önnur viðskiptakjör sem
    hafa það að markmiði að keppinautar birgis eru útilokaðir eða hindraðir í
    því að eiga viðskipti við viðkomandi verslun. Hefur Samkeppniseftirlitið
    þegar hafið athugun á því hvort einkakaupaákvæði og tryggðarákvæði fari gegn
    samkeppnislögum.



    Innflutningur verslana heftur
    Margir samningar birgja sem Samkeppniseftirlitið skoðaði innihéldu ákvæði
    þar sem beinlínis var kveðið á um að viðkomandi matvöruverslun flytji ekki
    inn né kaupi frá öðrum þær vörur, sem viðkomandi birgir er með á
    boðstólunum, eða ákvæði þar sem birgirinn hefur ávallt kost á að bjóða
    betur ef matvöruverslun bjóðast betri kjör erlendis frá. Dæmi um slík
    ákvæði er þegar verslun skuldbindur sig til að hefja ekki innflutning nema
    að undangengnum viðræðum við birgja. Einnig ákvæði um að kaupandi missir
    allan afslátt og markaðsstuðning ef hann hefur innflutning í samkeppni við
    birgja. Tilraunir af þessum toga sem hamla með óeðlilegum hætti samhliða
    innflutning á vörum geta falið í sér brot á samkeppnislögum og getur falið í
    sér ólögmæta markaðsskiptingu. Af framansögðu verður spennandi að sjá til
    hvaða aðgerða viðskiptaráðherra ætlar að grípa á matvörumarkaði svo það opinbera markmið hans
    um að "Íslenskir neytendur eiga rétt á að fá vöru og þjónustu á sambærilegu
    verði og neytendur í nágrannalöndum
    okkar" verði að veruleika, þegar ljóst er að verð á matvörum er að jafnaði
    64% hærra á Íslandi en að meðaltali í nágrannaríkjum okkar.