Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    Sumarhús í miðjum Siglufirði

    12/04/2008

    Í dag, 12. apríl, birtist neðangreind umfjöllun um sumarhúsið okkar á Siglufirði í 24 stundum:

    Sumarhúsið okkar, sem við förum í þegar við viljum hvílast og erum í fríi, er í miðjum bæ á Siglufirði. Þangað förum við bæði á sumrin og veturna. Húsið er gamalt og byggt 1932. Það fylgir því þar af leiðandi nokkuð viðhald sem er þægilegast að sinna á vorin og sumrin. Við berum á tröppurnar og svalirnar, sem við létum endursmíða og við höfum líka endurnýjað glugga að hluta til. Húsið er klætt að utan þannig að við sleppum við að mála. Okkur langar til að fara í frekari breytingar á húsinu með tíð og tíma. Um páskana endurnýjuðum við borðplöturnar í eldhúsinnréttingunni og komum fyrir gamla ofninum okkar, helluborðinu og gömlu uppþvottavélinni hennar Ingunnar systur. Okkur fjölskyldunni finnst frábært að geta skroppið norður á Tröllaskagann. Við höfum verið það á veiðum bæði í ám, vötnum og á sjóstöng. Skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal er líka eitt það besta á landinu. Þrjár góðar lyftur og skemmtilegar brekkur sem eru yfirleitt fullar af snjó langt fram á vorið . Menningarlífið á Sigló er blómlegt. Þar eru synd leikrit, alls kyns uppákomur eru haldnar á Allanum og í Bíó Café og kórarnir standa fyrir sínu svo eitthvað sé nefnt.