Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Dagarnir 26. júlí-5. ágúst 2014

Héðan í frá mun ég ekki halda úti dagbókarfærslum á heimasíðunni með reglubundnum hætti eins og ég hef gert undanfarin tólf og hálft ár. Ég mun þó skrifa færslur einstaka sinnum þegar hentar og ef tilefni gefst til. Heimasíðan mín er rúmlega 15 ára, því hún komst í gagnið í mars 1999 fyrir alþingiskosningarnar það ár og hefur nýst sem góður vettvangur í starfi og leik. Myndirnar í dagbókinni eru nú 20.716 talsins og hafa gefið henni skemmtilegt yfirbragð að mati margra. Þakka ég öllum þeim sem hafa fylgst með dagbókarfærslunum í gegnum þessi tólf og hálft ár.

Þriðjudagur 5. ágúst

Í dag er ömmubarnið mitt, Ingibjörg Siv, eins árs.

Mánudagur 4. ágúst

Kl.14 var afmælisveisla í tilefni þess að sonardóttirin, Ingibjörg Siv, er eins ár á morgun.

Sú stutta var hrókur alls fagnaðar í veislunni og tók nokkur skref gestum til mikillar skemmtunar.

Sunnudagur 3. ágúst

Dagurinn nýttist m. a. í að gera heimatilbúið pestó og fara í góða göngu.

Laugardagur 2. ágúst

Kl.18 keyrði ég Stebba bróður út á Reykjavíkurflugvöll.

Föstudagur 1. ágúst

Um miðnætti lá leiðin í Leifsstöð að sækja Stebba bróður.

Fimmtudagur 31. júlí

Eftir vinnu undirbjó ég matarveislu.

Miðvikudagur 30. júlí

Skrapp í morgunkaffi á stofuna til pabba með Húna og Ingibjörgu Siv.

Gat ekki verið í ráðuneytinu í dag þar sem verið er að glerja skrifstofuna.

Þriðjudagur 29. júlí

Kl.15 fórum við Heiður í útför Jóns Hákonar Magnússonar, rótarýfélaga okkar, en hann var einnig með mér í bæjarstjórn Seltjarnarness á sínum tíma 1994-1998.

Mánudagur 28. júlí

Vann í pappírum í dag.

Seinni partinn fór ég í klippingu.

Sunnudagur 27. júlí

Skrapp í góða göngu í dag.

Laugardagur 26. júlí

Dagurinn nýttist að hluta til að þvo þvotta af Hákoni eftir veru hans á Fáskrúðsfirði í sumar.