Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 14.-20. júní 2014

Miðvikudagur 18. júní

Kl.6:15 sótti ég Húnboga, Elínu og Ingibjörgu Siv, en þau komu frá Bandaríkjunum í morgunsárið.

Þriðjudagur 17. júní

Kl.11 var hátíðarmessa í Seltjarnarneskirkju í samvinnu við Rótarýklúbb Seltjarnarness.

Daniel Teague, forseti klúbbsins, hélt hátíðarræðuna í kirkjunni.

messu lokinni sá klúbburinn um kaffiveitingar.

Mánudagur 16. júní

Dagurinn fór í að undirbúa fundi í ráðuneytinu.

Sunnudagur 15. júní

Kl.11 hófst ráðherrapanell þar sem jafnréttisráðherrar Norðurlandanna sátu fyrir svörum.

Kl.13 hófst lokaathöfn Nordisk Forum þar sem sömu ráðherrar tóku við lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.

Þar sem búið var að fella flug okkar niður á morgun flýttum við för og flugum heim til Íslands í gegnum Kaupmannahöfn kl.19:45.

Laugardagur 14. júní

Dagurinn fór í að sækja fundi á Nordisk Forum jafnréttisráðstefnunni.

Heimsóttum við líka marga bása á sýningunni, m.a. bás Kvennréttindafélagsins og Kvenfélagasambands Íslands.

Um kvöldið gafst tími til að skokka meðfram ströndinni við Malmö í sólskininu.