Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 7.-13. júní 2014

Föstudagur 13. júní

Kl.12:00-13:30 stýrði ég málþingi sem Jafnréttisstofa hélt í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Danmerkur og Likestillingsombudet í Noregi.

Málþingið fjallaði um hatursorðræðu, ofbeldi og áreitni.

Eftir þingið var voru Eygló lögð orð í munn í íslensku fjölmiðlum sem hún lét aldrei falla.

Seinni hluti dags hjá henni fór í að leiðrétta þá umfjöllun í fjölmiðlum.

Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í boði borgarstjórnar Malmö í ráðhúsinu þeirra.

Fimmtudagur 12. júní

Um morguninn var starfsmannafundur í ráðuneytinu.

Kl.13:15 var flugum við Eygló Harðardóttir til Kaupmannahafnar og fórum þaðan til Malmö.

Miðvikudagur 11. júní

Dagurinn fór m. a. í að undirbúa þátttöku í kvennaráðstefnunni Nordisk Forum í Malmö.

Þriðjudagur 10. júní

Kl.12  var fundur vegna hátíðarhalda á næsta ári þegar 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Mánudagur 9. júní

Dagurinn fór í tiltektir og fleira.

Skrapp seinni partinn að skoða grænmetisgarðinn hjá Húna og Elínu.

Sunnudagur 8. júní

Veðrið var frábært í dag og fór hitinn upp í 26 gráður á Suðurlandinu.

Um kvöldið lá leiðin heim.

Laugardagur 7. júní

Í dag lá leiðin í sumarbústað á Suðurlandi til að njóta veðurblíðunnar.