Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 17.-23. maí 2014

Föstudagur 23. maí

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjararness.

Kl. 17 er endurfundahátíð 6.-S úr MR.

Fimmtudagur 22. maí

Kl.8:30-16 var afmælisráðstefnunni framhaldið.

Eftir hádegi hélt ég fyrirlestur á ráðstefnunni um störf Landamærahindrunarráðsins.

Miðvikudagur 21. maí

Kl.17 hófst afmælisráðstefna í Hörpu í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Norðurlöndin settu á stofn sameiginlegan vinnumarkað.

Á ráðstefnunni stóð ég, ásamt Boga Ágústssyni, fyrir spurningaleik um hinn sameiginlega vinnumarkað.

Þátttakendur á ráðstefnunni greiddu atkvæði um möguleg svör við spurningum og svo útskýrði ég rétt svör.

Þótti þetta takast mjög vel.

Í dagslok var hátíðarkvöldverður í Kolabrautinni.

Þriðjudagur 20. maí

Um miðjan daginn hittumst við Heiður, Biggi og Dominique til að skipuleggja veislu 6.-S úr MR.

Kl.18 hittumst við Heiður, Anna Hrönn og Hróðný í matarboði hjá Heiði.

Mánudagur 19. maí

Kl.17 var tími fyrir sjósund.

Sunnudagur 18. maí

Í dag átti Hákon 21 árs afmæli.

Laugardagur 17. maí

Kl.11 var kaffi framsóknarmanna í Kópavogi.

Kl.20 skrapp ég í stuðningsmannahóf Ágústar Garðarssonar sem leiðir lista framsóknarmanna í Hafnarfirði.

Svo lá leiðin í Fossvoginn til að passa Ingibjörgu Siv.