Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 10.-16. maí 2014

Föstudagur 16. maí

Í hádeginu var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 15. maí

Kl.18 hélt ég erindi um störf Landamærahindrunarráðsins í Rótarýklúbbnum Þinghóli í Kópavogi.

Kl.20 var kvennakvöld framsóknarmanna í Reykjavík vegna sveitastjórnarkosninganna í vor.

Miðvikudagur 14. maí

Kl.8:15-10:00 var fundur um barnafátækt á Grand hótelinu.

Eftir vinnu passaði ég Ingubjörgu Siv, ömmustelpuna mína.

Um kvöldið bauð mamma í mat.

Þriðjudagur 13. maí

Kl.10-16 stýrði ég fundi Landamærahindrunarráðsins sem starfar á vegum norræna ráðherraráðsins.

Kl.19:45 var flug heim.

Mánudagur 12. maí

Í dag lá leiðin á fund til Kaupmannahafnar.

Sunnudagur 11. maí

Kl.13-16 var kosningaskrifstofa framsóknarmanna í Kópavogi opnuð með pompi og prakt.

Laugardagur 10. maí

Kl.12 í dag var framboðslista framsóknarmanna og óháðra á Seltjarnarnesi skilað inn.

Um kvöldið lá leiðin á sýningu í Hörpunni.