Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 3.-9. maí 2014

Föstudagur 9. maí

Kl.12 var hátíðarfundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness haldinn á Nauthól.

Dagskráin var helguð minningu Jóns Gunnlaugssonar heitins, fyrsta forseta klúbbsins.

Í gær voru 100 ár liðin frá fæðingardegi hans.

Kl.15:30 var tengiliðafundur í utanríkisráðuneytinu þar sem embættismenn ráðuneyta hittust til að fylgja eftir formennskuári Íslands í norræna ráðherraráðinu.

Kl.18 hitti ég framsóknarmenn á kosningaskrifstofunni í Kópavogi.

Fimmtudagur 8. maí

Kl.11 fundaði ég með fólki frá Halló Norden og Norræna félaginu.

Um kvöldið var matarboð fyrir fjölskylduna.

Ingibjörg Siv, ömmustelpan lék á alls oddi og var aðalskemmtiatriðið að venju.

Kl.22 fór ég á sýningu í Hörpunni.

Miðvikudagur 7. maí

Kl.9 var fundur með öldrunarráði Sogn og Fjordane í Noregi.

Kl.13 var símafundur með starfsmönnum á skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn til að undirbúa ráðstefnu vegna 60 ára afmælis sameiginlegs norræns vinnumarkaðar.

Um kvöldið fundaði ég með framsóknarmönnum á Seltjarnarnesi.

Þriðjudagur 6. maí

Kl.12 var fundur í hátíðarnefnd vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári.

Kl.14 var símafundur með starfsmönnum Landamærahindrunarráðsins í Kaupmannahöfn.

Mánudagur 5. maí

Kl.10 var fundur vegna formennskuárs Íslands í norrænu ráðherranefndinni.

Sunnudagur 4. maí

Í dag lá leiðin suður.

Laugardagur 3. maí

Dagurinn nýttist á gönguskíðum.