Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 26.apríl-2. maí 2014

Föstudagur 2. maí

Dagurinn nýttist á Siglufirði.

Fimmtudagur 1. maí

Dagurinn nýttist á Siglufirði.

Miðvikudagur 30. apríl

Kl.12 var starfsmannafundur í velferðarráðuneytinu.

Seinni partinn lá leiðin norður í land.

Þriðjudagur 29. apríl

Kl.8:30 hófst ársfundur Virk endurhæfingar á Grand hótelinu, en þar hélt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, opnunarávarp.

Dagurinn nýttist að öðru leyti í ráðuneytinu.

Mánudagur 28. apríl

Kl.11 hélt ég erindi fyrir forystumenn krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum, en þeir funda hér á Íslandi að þessu sinni.

Kl.14:30 var útgáfuhóf í Hörpunni í tilefni þess að nú er búið að þýða Íslendingasögur og þætti á norsku, dönsku og sænsku.

Um kvöldið sótti ég fund framsóknarmanna á Seltjarnarnesi þar sem framboðsmálin voru rædd.

Sunnudagur 27. apríl

Kl.9-12 nýttist tíminn í að passa Ingibjörgu Siv Húnbogadóttur.

Síðan í garðvinnu.

Um kvöldið komu matargestir.

Laugardagur 26. apríl

Dagurinn fór í garðvinnu í sólinni.