Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 19.-25. apríl 2014

Föstudagur 25. apríl

Um morguninn sá ég um morgunkaffið í ráðuneytinu.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 24. apríl

Kl.13 lá leiðin í fermingarveislu, kl.14 á sumardagskaffi á kosningaskrifstofu framsóknarmanna í Kópavogi og kl.15 á opnun kosningaskrifstofu framsóknarmanna í Hafnarfirði.

Miðvikudagur 23. apríl

Dagurinn nýttist í að vinna í verkefnum í ráðuneytinu.

Þriðjudagur 22. apríl

Kl.15 fór ég í jarðaför Elínar Greason Davíðsdóttur í Fossvogskirkju.

Ella var bekkjarsystir mín úr 6.-S sem útskrifaðist úr MR 1982.

Mánudagur 21. apríl

Kom heim úr góðu páskafríi.

Um kvöldið borðuðum við Hákon reykt páskalamb hjá mömmu.

Sunnudagur 20. apríl

Var erlendis í páskafríi.

Laugardagur 19. apríl

Var erlendis í páskafríi.