Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 12.-18. apríl 2014

Dagana 16.-18. apríl

Var erlendis í páskafríi.

Þriðjudagur 15. apríl

Seinni partinn lá leiðin í páskafrí erlendis.

Mánudagur 14. apríl

Kl.17 var tími fyrir sjósund.

Um kvöldið bauð mamma í fisk.

Sunnudagur 13. apríl

Kl.10:15 mætti ég í smink í rúv.

Kl.11 vorum við Birgitta Jónsdóttir og Gylfi Magnússon í beinni útsendingu í þættinum hjá Gísla Marteini að ræða fréttir vikunnar.

Hér er linkur á þáttinn.

Eftir hádegi lá leiðin á gönguskíði í Bláfjöll.

Um kvöldið var skroppið í heimsókn að hitta Ingubjörgu Siv litlu áður en Hákon kom í mat.

Laugardagur 12. apríl

Kl.13.20 var flug heim.