Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 5.-11. apríl 2014

Föstudagur 11. apríl

Kl.10-16 stýrði ég fundi Landamærahindrunarráðsins.

Fimmtudagur 10. apríl

Í dag lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem ég mun stýra fundi Landamærahindrunarráðsins.

Kl.14-16 fundaði ég með starfsfólki skrifstofu Landamærahindrunarráðsins.

Miðvikudagur 9. apríl

Kl.10 hélt ég fyrirlestur um umhverfismál.

Kl.13 skrapp ég í klippingu.

Eftir vinnu skruppum við Hákon út á Seltjarnarnes, en bærinn heldur upp á 40 ára afmæli í dag.

Síðan snörluðum við hjá mömmu.

Þriðjudagur 8. apríl

Kl.9 var fundur með framsóknarmönnum á Akureyri.

Kl.10 var fundur á Jafnréttisstofu.

Kl.11 var fundur með velferðarnefnd Norðurlandaráðs.

Kl.13 hófst vorfundur Norðurlandaráðs, en hann var haldinn í Hofi á Akureyri að þessu sinni.

Eygló hélt ræðu á fundinum.

Kl.16:10 náðum við flugi til Reykjavíkur.

Mánudagur 7. apríl

Kl.10 hélt ég fyrirlestur um umhverfismál.

Kl.12:45 var flug til Akureyrar.

Kl.14:30 sótti ég fund ásamt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, hjá flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.16 sóttum við Eygló fund með framsóknarmönnum á Dalvík.

Kl.19:30 sóttum við fund með framsóknarmönnum í Fjallabyggð.

Síðan ókum við tilbaka til Akureyrar.

Sunnudagur 6. apríl

Kl.18 komu Hákon, mamma, Elín Björk, Húnbogi og Ingibjörg Siv í kvöldmat.

Laugardagur 5. apríl

Kl.10 fór ég ásamt Eygló Harðardóttur, samstarfsráðherra Norðurlandanna, á opnun Þjóðfundar norrænna ungmenna á Hilton hótelinu.

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Kvöldið fór í að passa Ingibjörgu Siv.