Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 22.-28. mars 2014

Föstudagur 28. mars

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Á fundinum fjallaði Jónas Kristján um íslenska hestinn.

Fimmtudagur 27. mars

Kl.11:30 hélt ég 30 mín. erindi um norrænt samstarf.

Miðvikudagur 26. mars

Um kvöldið var ég fundarstjóri á aðalfundi Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi.

Þriðjudagur 25. mars

Um kvöldið lá leiðin í Borgarleikhúsið að sjá Ferjuna.

Gott og skemmtilegt verk.

Mánudagur 24. mars

Kl.13 var fundur á internetinu með starfsfólkinu sem sinnir landamærahindrunarvinnunni á skirfstofu norræna ráðherraráðsins í Kaupmannahöfn.

Að öðru leyti fór dagurinn í vinnu í ráðuneytinu.

Um kvöldið eldaði ég fisk fyrir Hákon.

Í kvöld var sýnt Viðtalið á rúv, þáttur þar sem ég ræddi við Boga Ágústsson, um nýja Landamærahindrunarráðið sem ég er formaður í árið 2014.

Sunnudagur 23. mars

Í dag lá leiðin heim til Íslands.

Laugardagur 22. mars

Um miðjan daginn lá leiðin í skoðunarferð í norsku óperuna.

Húsið er afar fallegt og vel heppnað.