Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 8.-14. mars 2014

Föstudagur 14. mars

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13-16 var námskeið, sem Halló Norðurlönd stóð fyrir, um landamærahindranir, en það var haldið í húsnæði Vinnumálastofunar.

Um kvöldið borðuðum við hjá Elínu og Ingibjörg Siv, en Húnbogi er erlendis.

Fimmtudagur 13. mars

Kl.9 mætti Ingólfur Gíslason í ráðuneytisskólann og flutti erindi um -konur í "karlastörfum"-.

Kl.13 lá leiðin upp í Efstaleiti að undribúa sjónvarpsupptöku með Boga Ágústssyni.

Kl.19 var hittingur í Stúdentakjallaranum þar sem við nokkur hittum Kalla, bekkjarfélaga okkar úr 6.-S í MR, en hann býr erlendis.

Miðvikudagur 12. mars

Kl.13 var lynch fundur á netinu þar sem ég fór yfir næstu verkefni í Landamærahindararáðinu ásamt starfsfólki Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn.

Þriðjudagur 11. mars

Um morguninn tók ég í viðtal við Fréttablaðið vegna verkefna Landamærahindrunarráðsins.

Kl.13:30 hitti ég nemendur sem eru í lýðheilsunámi í Háskóla Íslands.

Mánudagur 10. mars

Í lok vinnudags lá leiðin á tengiliðafund í utanríkisráðuneytinu þar sem tengiliðir ráðuneyta sem halda utan um formennskuverkefni okkar Íslands í norrænu samstarfi hittust.

Sunnudagur 9. mars

Um miðjan daginn lá leiðin í kaffiboð.

Um kvöldið komu Ingibjörg Siv, Elín Björk, mamma og Hákon í mat.

Laugardagur 8. mars

Dagurinn fór m.a. í tiltektir.