Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. feb. 2014

Föstudagur 21. febrúar

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.16 var fundur í hátíðarnefnd sem skipuleggur 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Fimmtudagur 20. febrúar

Var á fundum í allan dag bæði í ráðuneytinu og utan þess til kl.18:30.

Ýmis verkefni hafa hlaðist upp meðan ég var úti.

Um kvöldið bauð mamma í mat.

Miðvikudagur 19. febrúar

Kl.9-13 stýrði ég fundi í norræna Landamærahindranaráðinu.

Seinni partinn var lestarferð til Köben og svo flug heim.

Þriðjudagur 18. febrúar

Kl.11-16 stýrði ég fundi í norræna Landamærahindranaráðinu.

Mánudagur 17. febrúar

Kl.20 var flug til Köben og svo lestarferð til Snekkersten.

Seinni partinn fundaði ég með Claes og Jakob til að undirbúa fund Landamærahindranaráðsins.

Sunnudagur 16. febrúar

Kl.20 sá ég leikritið Óskasteinar í Borgarleikhúsinu.

Hressilegt verk.

Laugardagur 15. febrúar

Dagurinn nýttist í tiltektir.

Seinni partinn fórum við Hákon að skoða höfnina.