Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 25.-31. janúar 2014

Föstudagur 31. janúar

Kl.10 var fundur um landamærahindranir á skrifstofunni Halló Norðurlönd.

Kl.12 var þorrablót Rótarýklúbbs Seltjarnarness haldið í Albertsbúð í Gróttu.

Fimmtudagur 30. janúar

Um  kvöldið var fróðleg umfjöllun í fréttum beggja sjónvarpsstöðva og Kastljóssin um líffæragjafir.

Ég hef talað um nokkurt skeið fyrir því að hér yrði komið á ætluðu samþykki við líffæragjöfum og flutt mál um það á Alþingi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður í þingflokki framsóknarmanna, hefur haldið því máli við á Alþingi.

Hér má sjá málið, bæði frumvarp hennar og þingsályktunartillögu mína.

Miðvikudagur 29. janúar

Kl.17 var fundur í stjórn Þú getur! í Lágmúla.

Þriðjudagur 28. janúar

Kl.15:30 var fundur tengiliða vegna formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu í ár.

Í dag varð Gylfi fimmtugur.

Í tilefni þess var haldið skemmtilegt matarboð.

Mánudagur 27. janúar

Kl.12 var skemmtilegur fundur Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélagsins á Hallveigarstöðum þar sem fjallað var um stöðu kvenna í sveitarstjórnum á landsbyggðinni.

Kl.16:30 fundaði nefndin sem er að undirbúa hátíðarhöldin vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi árið 2015.

Sunnudagur 26. janúar

Kl.18 var matarboð.

Laugardagur 25. janúar

Kl.11 var kaffifundur framsóknarmanna í Kópavogi.

Þar buðu nokkrir félagar sig fram í efstu sæti framboðslistans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Uppstillingarnefnd hefur tekið til starfa.