Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. janúar 2014

Föstudagur 24. janúar

Kl.10 sat ég fróðlegan fund með starfsfólki Norræna félagsins til að kynna mér upplýsingarþjónustuna Halló Norðurlönd.

Heimasíða þjónustunnar er www.hallonordurlond.is og veitir upplýsingar um rétt þeirra sem hyggjast flytja á milli landa á Norðurlöndunum.

Í dag átti Húnbogi afmæli og varð 29 ára.

Fimmtudagur 23. janúar

Hefðbundinn dagur í vinnunni.

Miðvikudagur 22. janúar

Kl.8:15 hófst fundur Landamærahindrunarnefndar Norðurlandaráðs þar sem ég kynnti nýja Landamærahindranaráðið sem vinnur fyrir Norrænu ráðherranefndina(samstarfsráðherra Norðurlandanna).

Kl.13:20 var flug heim.

Þriðjudagur 21. janúar

Kl.9-12 var fundur fundur með starfsmönnum skrifstofu landamærahindrana hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Einnig náði ég að funda með Britt Bohlin, nýja framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs.

Kl.13:25 hitti ég flokkahóp miðjumanna í Norðurlandaráði til að kynna þeim hið nýja Landamærahindranaráð sem ég mun veita formennsku á þessu ári.

Kl.14:05 var sambærilegur fundur með Nordisk Frihet, kl.14:35 með flokkahópi hægri manna, kl.15:00 með flokkahópi sósíaldemókrata og kl.15:30 með vinstri sósíalistum.

Mánudagur 20. janúar

Kl.8 var flug til Kaupmannahafnar.

Kl.14 hófst fundur með skrifstofu landamærahindrana á Norrænu ráðherranefndarskrifstofunni.

Sunnudagur 19. janúar

Um miðjan daginn skruppum við Hákon í brunch saman.

Laugardagur 18. janúar

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Um miðjan daginn fór ég að passa Ingibjörgu Siv.