Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. janúar 2014

Föstudagur 17. janúar

Kl.12 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, en fyrirlesari var yngsti bróðir minn, Friðleifur Kr. Friðleifsson.

Hann fjallaði um minnistæð hlaup, en hann var kjörinn ofurhlaupari ársins 2013 í karlaflokki hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Seinni part dags fór ég á ráðstefnu Velferðarvaktarinnar um fjölskyldustefnu.

Um kvöldið fór ég í kvennaveislu.

Fimmtudagur 16. janúar

Dagurinn var hefðbundinn í ráðuneytinu.

Um kvöldið aðstoðaði ég vinkonu mína með verkefni.

Miðvikudagur 15. janúar

Kl.12 hófst blaðamannafundur forsvarskvenna stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á Alþingi ásamt forsvarskonum Kvenréttindafélagsins, Kvenfélagasambands Íslands og Femínistafélags Íslands í Iðnó.

Á fundinum var kynnt átakið -Konur í forystusæti-, en átakið felur  m. a. í sér facebookbylgju.

Fjöldi manns mætti á fundinn.

Þriðjudagur 14. janúar

Dagurinn fór í hefðbundinn undirbúning mála.

Í dag eru 12 ár síðan ég hóf að skrifa myndskreytta dagbók á heimasíðunni minni.

Myndirnar sem eru í dagbókinni eru nú 20.554 talsins.

Hér er mynd nr. 20.500, en hún var tekin í skírn Ingibjargar Sivjar þann 24. nóvember í fyrra.

Mánudagur 13. janúar

Fyrri part dags var fjarfundur ásamt embættismönnum í Kaupmannahöfn.

Sunnudagur 12. janúar

Dagurinn fór í stúss.

Laugardagur 11. janúar

Kl.11 hófst morgunkaffi framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.