Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 4.-10. janúar 2014

Föstudagur 10. janúar

Kl.12 ar fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 9. janúar

Eftir vinnu lá leiðin í góða göngu um miðbæinn.

Erfitt er að ganga annarsstaðar þar sem svellbunkar hamla för.

Miðvikudagur 8. janúar

Dagurinn fór nánast í samfelld fundarhöld í vinnunni.

Þriðjudagur 7. janúar

Kl.15 var samráðsfundur kvenna sem eru í forystu jafnréttisstarfs í stjórnmálaflokkunum haldinn í velferðarráðuneytinu.

Á fundinum var sammælst um að fara út í sérstakt átak til að efla konur í stjórmálum og atvinnulífinu almennt.

Mánudagur 6. janúar

Í dag fór fyrsta verkefnið í formennskuáætlun okkar Íslands, í norræna ráðherraráðinu, af stað.

Það verkefni heitir Norræni spilunarlistinn og er á slóðinni www.nordicplaylist.com.

Kl.17 var tími til að fara í sjósund.

Sunnudagur 5. janúar

Dagurinn fór í tiltektir að hluta.

Um kvöldið var tími til að heimsækja Ingibjörgu Siv Húnbogadóttur.

Laugardagur 4. janúar

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna að Digranesvegi 12 í Kópavogi.