Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 28.des.-2013-3.jan.2014

Föstudagur 3. janúar

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 2. janúar

Vann í ýmsum verkefnum tengdum formennskuárinu Íslands í norrænu ráðherranefndinni í dag.

Hátíðarhöldin yfir jól og áramót voru skemmtileg, en það var samt gott að mæta til vinnu í dag og takast á við hefðbundinn vinnudag.

Miðvikudagur 1. janúar

Um morguninn lá leiðin í  nýárssundið.

Margir mættu í sjósundið að þessu sinni í múnderíngum í tilefni áramótanna.

Hitastig sjávar var 0,3 gráður.

Þriðjudagur 31. desember

Um kvöldið komu Húnbogi, Elín Björk, Ingibjörg Siv og Hákon í kalkún.

Eftir matinn var flugeldum skotið upp í stilltu veðri.

Mánudagur 30. desember

Kl.11 fór ég í klippingu til Lilju í HárTEAM.

Kl.13 var útför Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, móður Guðlaugs Sverrissonar, vinar míns.

Sunnudagur 29. desember

Um kvöldið lá leiðin í Efstalandið að passa Ingibjörgu Siv Húnbogadóttur því foreldrarnir fóru á Hobbitana.

Laugardagur 28. desember

Um kvöldið var matarboð með góðum vinum.