Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 30. nóv.-6. des.2013

Föstudagur 6. desember

Í hádeginu var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem Steingrímur Erlingsson var tekinn inn í klúbbinn.

Fimmtudagur 5. desember

Í hádegishléinu skruppum við Heiður í sjósund, en hitastig sjávar var 0,6 gráður í dag.

Um kvöldið sauð ég hangikjöt fyrir laufabrauðsveisluna sem verður um helgina.

Miðvikudagur 4. desember

Eftir vinnu var boð hjá þýska konsúlnum.

Þriðjudagur 3. desember

Dagurinn nýttist m. a. til fundahalda í umhverfisráðuneytinu.

Mánudagur 2. desember

Kl.20 var fundur í stjórn Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Sunnudagur 1. desember

Dagurinn nýttist m. a. í Malmö.

Laugardagur 30. nóvember

Varði deginum í Kaupmannahöfn.