Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 23.-29. nóv. 2013

Föstudagur 29. nóvember

Í dag fundaði ég með framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Höybråten, og starfsmönnum stjórnsýsluhindranaráðsins.

Fimmtudagur 28. nóvember

Í dag fundaði ég með skrifstofustjóra Norrænu ráðherranefndarinnar vegna komandi verkefna í stjórnsýsluhindranaráðinu.

Miðvikudagur 27. nóvember

Um morguninn var flug til Kaupmannahafnar.

Kl.14 hófst fundur með starfsmönnum skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar sem sinna stjórnsýsluhindranaráðinu.

Um áramótin mun ég taka við formennsku í því ráði.

Þriðjudagur 26. nóvember

Eftir vinnu hitti ég nokkra vini mína.

Um kvöldið kíkti ég á ömmustelpuna mína og pakkaði svo í tösku því á morgun liggur leiðin út á norrænan fund.

Mánudagur 25. nóvember

Um kvöldið hittumst nokkrir gamlir bekkjarfélagar úr Való.

Sunnudagur 24. nóvember

Kl.14 var skírnarathöfn í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ þar sem litla ömmustelpan mín, dóttir Húna og Elínar Bjarkar, var skírð.

Hún fékk afar fallegt nafn, Ingibjörg Siv.

Við ömmurnar vorum skírnarvottar.

Ingibjörg Siv var þæg og góð í allri athöfninni og mótmælti einungis smávægilega upp á punt þegar hún fékk vatnið á kollinn.

Að skírn lokinni var kaffisamsæti heima hjá Ingveldi og Tryggva.

Laugardagur 23. nóvember

Kl.9 var miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins framhaldið á Hótel Selfossi.

Fundinum lauk kl.17.

Seinni partinn undirbjó ég kökugerð vegna morgundagsins.