Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 16.-22. nóv. 2013

Föstudagur 22. nóvember

Í hádeginu var fundur í Lögbergi þar sem Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlandanna, kynnti formennskuáætlun Íslands í Norræna ráðherraráðinu fyrir árið 2014.

Kl.15 hófst ráðstefnan Stemmerettsjubileet í Norræna húsinu í tilefni þess að í ár eru 100 ár síðan konur í Noregi fengu atkvæðisrétt.

Kl.17 hófst miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins á Hótel Selfossi.

Fimmtudagur 21. nóvember

Eftir vinnu lá leiðin á Jeppa á Fjalli í Borgarleikhúsinu.

Sýningin er stórskemmtileg.

Ingvar E. Sigurðsson fer á kostum í verkinu.

Söngatriðin voru vönduð og tónlistin góð.

Mæli eindregið með þessari snjöllu sýningu.

Miðvikudagur 20. nóvember

Eftir vinnu lá leiðin austur á land.

Náði að baka nokkra marengsbotna vegna skírnarveislu ömmustelpunnar á sunnudaginn næsta.

Þriðjudagur 19. nóvember

Eftir vinnu lá leiðin austur á land.

Mánudagur 18. nóvember

Dagurinn nýttist í ráðuneytinu.

Kl.17 var sjósund, en í dag var hitastig sjávar 1,4 gráður.

Sunnudagur 17. nóvember

Las gögn vegna Norræna menningarsjóðsins.

Hluti dags nýttist í góða göngu.

Um kvöldið komu Húni, Elín og litla ömmustelpan í mat.

Laugardagur 16. nóvember

Skrapp á handverkssýninguna í Ráðhúsinu.

Sýningin var mjög fín að venju.

Heimsótti Húna, Elínu og litlu ömmustelpuna um kvöldið.