Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 9.-15. nóv. 2013

Föstudagur 15. nóvember

Í hádeginu var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Um kvöldið nýttist tíminn í að horfa á leikinn (Ísland-Króatía).

Fimmtudagur 14. nóvember

Í hádeginu hélt ég fyrirlestur um stefnumótun í lýðheilsumálum í Háskóla Íslands.

Nemendur voru virkilega áhugasamir og með á nótunum.

Miðvikudagur 13. nóvember

Eftir vinnu lá leiðin á Svanavatnið í Hörpunni.

Sýningin var stórglæsileg í alla staði.

Klassískt og stórfenglegt verk.

Þriðjudagur 12. nóvember

Í hádeginu var athöfn í atvinnuvegaráðuneytinu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson skrifaði undir reglugerð um Skráargatið.

Vorið 2011 flutti ég það mál á Alþingi og var það samþykkt ári síðar.

Síðan hefur átt sér stað reglugerðarsmíði sem nú er lokið og þetta hollustumerki því komið í gagnið hjá okkur hér á Íslandi.

Nú geta neytendur valið holla vöru hratt og örugglega.

Mánudagur 11. nóvember

Eftir vinnu fór ég í góðan göngutúr.

Sunnudagur 10. nóvember

Seinni partur dags fór í að elda spænska þjóðarréttinn, paellu.

Laugardagur 9. nóvember

Kl.13 hófst kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Þingið var haldið í hátíðarsal safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju og tókst hið besta.

Þinginu var slitið um kvöldmatarleytið.