Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 26. okt.-1. nóv. 2013

Föstudagur 1. nóvember

Kl.9 mætti ég á Jafnréttisþingið sem haldið var á Hilton hótelinu.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Var hluta dags í ráðuneytinu.

Fimmtudagur 31. október

Vann í gögnum hluta dagsins.

Kl.13 fór ég í útför Kristjáns Benjamínssonar í Dómkirkjunni.

Kristján var mikill áhugamaður um badminton og kynntist ég honum á þeim vettvangi.

Miðvikudagur 30. október

Dagurinn fór að mestu í lestur gagna.

Skrapp líka með Hákon til tannlæknis.

Þriðjudagur 29. október

Dagurinn fór að mestu í lestur gagna um norræn málefni.

Mánudagur 28. október

Kl.13.30 var tími í klippingu hjá Lilju í HárTEAM.

Kl.15:30 var fundur framkvæmdanefndarinnar sem undirbýr hátíðarhöld í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna árið 2015.

Sunnudagur 27. október

Kl.20 lá leiðin í Gamla bíó að sjá Hús Bernhörðu Alba.

Ágæt sýning í alla staði og innihald hennar áhrifaríkt.

Laugardagur 26. október

Kl.10 var sjósund, en hitastig sjávar var 4,6 gráður.

Opið í Nauthólsvíkinni í tilefni þess að í dag er fyrsti vetrardagur.

Kl.11:30 fór ég í morgunkaffi framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Um kvöldi kom fjölskyldan í mat.