Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 5.-11.október 2013

Föstudagur 11. október

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.17 er ég í beinni útsendingu á Rás 2 vegna starfs sjóðsins Þú getur!

Sjóðurinn vinnur gegn fordómum og veitir námsstyrki til einstaklinga sem eiga við geðrænan vanda að stríða.

Á morgun kl.20:40 sýnir Ríkissjónvarpið frá tónleikum sjóðsins sem voru haldnir í Hörpunni fyrir stuttu.

Þeir sem vilja styrkja sjóðinn geta hringt meðan á útsendingu stendur í síma 9071901, og styrkt um 1.000 kr, 9071903, styrkt um 3.000 kr. og 9071905 styrkt um 5.000 kr.

Fimmtudagur 10. október

Í dag er alþjóðageðheilbrigðisdagurinn.

Í tilefni hans úthlutaði stjórn Þú getur! 44 styrkjum að upphæð um 6 milljónir króna.

Styrkirnir eru veittir einstaklingum sem eiga við geðraskanir að stríða og eru námsstyrkir. 

Miðvikudagur 9. október

Vann í gögnum og fór til tannlæknis.

Þriðjudagur 8. október

Vann í gögnum í dag.

Skrapp á flokksskrifstofuna.

Mánudagur 7. október

Í dag lá leiðin suður.

Kl.15:30 var fundur í nefnd sem undirbýr hátíðarhöld í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015.

Sunnudagur 6.október

Dagurinn nýttist í tiltektir, göngu og heimsókn.

Laugardagur 5. október

Dagurinn nýttist í tiltektir og göngu.