Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 28.sept.-4. okt. 2013

Föstudagur 4. október

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fundurinn var haldinn í Albertsbúð í Gróttu.

Á fundinum hélt Kristrún Heimisdóttir starfsgreinaerindi sitt, en hún er nýr félagi í klúbbnum.

Um kvöldið lá leiðin norður í land.

Fimmtudagur 3. október

Kl.13 hófst athyglisverð ráðstefna á Grand hótelinu um kynferðisofbeldi gagnvart fötluðu fólki.

Seinni partinn skrapp ég á flokksskrifstofuna.

Miðvikudagur 2. október

Í dag heimsóttum við mamma Elínu og Húna og litlu dóttur þeirra.

Þriðjudagur 1. október

Dagurinn nýttist m. a. í að vinna erindi til fjárlaganefndar Alþingis vegna hátíðarhalda í tilefni af kosningarétti kvenna árið 2015.

Mánudagur 30. september

Um morguninn var tími hjá tannlækni.

Kl.12 var fundur vegna vleferðarmála.

Kl.15:30 var fundur í nefnd sem undirbýr hátíðarhöld í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna árið 2015.

Kl.17 var sjósund.

Sunnudagur 29. september

Dagurinn nýttist m. a. í göngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Laugardagur 28. september

Kl.11 var laugardagskaffi framsóknarmanna haldið að Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Dagurinn fór m. a. í að ganga um miðbæinn og skoða mannlífið.