Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. september 2013

Föstudagur 27. september

Um morguninn skrapp ég í morgunkaffi á stofuna hjá pabba.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem við fengum kynningu á starfsemi CRI, Carbon Recycle Internasjonal.

Fimmtudagur 26. september

Um kvöldið nýttist tíminn á örnámskeiði í Endurmenntun Háskóla Íslands.

Miðvikudagur 25. september

Um miðjan daginn fór ég á fund og skrapp í nokkur erindi.

Þriðjudagur 24. september

Dagurinn nýttist í útréttingar.

Um kvöldið hittist saumaklúbburinn heima hjá Önnu Hrönn í mat.

Mánudagur 23. september

Kl.15:30 var fundur nefndar sem er að undirbúa hátíðarhöld vegna 100 ára kosningaréttar kvenna árið 2015.

Kl.17 var tími til að skreppa í sjósund.

Sunnudagur 22. september

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk, dóttir þeirra og Hákon í mat.

Laugardagur 21. september

Kl.16 byrjaði endurfundahátíð árgangsins sem útskrifaðist úr Valhúsaskóla árið 1978.

Hátíðin hófst á fordrykk á Barðaströndinni.

Síðan var tekin rúta upp í Való til að skoða skólann og rifja upp gamlar og góðar minningar.

Þar næst tókum við rúnt um Seltjarnarnesið með smá veitingastoppi við Gróttu.

Loks var haldið í félagsheimili Sjálfstæðismanna þar sem við borðuðum góðan mat, nutum skemmtiatriða og dönsuðum fram eftir nóttu.

Mjög góð mæting var á hátíðina en alls mættu 52 og tókst dagskráin í alla staði afar vel.