Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 7.-13. september 2013

Föstudagur 13. september

Dagurinn nýttist við veiðar.

Litla dóttir Elínar Bjarkar og Húnboga sem var með í för skemmti sér  hið besta í veiðihúsinu.

Fimmtudagur 12. september

Í dag lá leiðin í veiði á Vesturlandið.

Miðvikudagur 11. september

Kl.9 var fundur í dómnefnd Norrænu umhverfisverðlaunanna.

Seinni partin var flug til Stokkhólms.

Þriðjudagur 10. september

Kl.10:40 var flug til Gotlands.

Þar er fundur í dómnefnd Norrænu umhverfisverðlaunanna.

Mánudagur 9. september

Kl.7:30 var flug til Stokkhólms.

Sunnudagur 8. september

Nýtti daginn í tölvuvinnu og í að lesa gögn vegna norrænu umhverfisverðlaunanna, en ég er annar tveggja fulltrúa Íslands í dómnefnd þeirra.

Laugardagur 7. september

Um morguninn lá leiðin í kaffi framsóknarmanna á Digranesveginum í Kópavogi.

Seinni partur dags nýttist í að tína sveppi og steikja.