Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 31. ágúst-6. september 2013

Föstudagur 6. september

Um morguninn fór ég með Hákon til tannlæknis og svo í skólann.

Kl.11:30 hófst fundur stjórnar Rótarýklúbbs Seltjarnarness með Birni B. Jónssyni, umdæmisstjóra.

kl.12 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Á fundinum var Kristrún Heimisdóttir tekinn inn í klúbbinn.

Seinni partinn skrapp ég í útréttingar með Elínu Björku og litla ömmubarninu.

Fimmtudagur 5. september

Vann í undirbúningi ýmissa mála í dag.

Seinni partur dags nýttist í að tína sveppi og steikja þá.

Miðvikudagur 4. september

Kl.12 tók ég þátt í pallborði í Norræna húsinu.

Þar var fjallað um stöðuna í norskum stjórnmálum og þingkosningarnar sem fara fram í Noregi á mánudaginn næsta.

Að pallborði loknu fór ég í tvö fréttaviðtöl, annarsvegar í rúv-útvarpi og hinsvegar á Stöð 2.

Kl.17 var fundur í undirbúningsnefndinni sem heldur utan um endurfundahátíðina hjá 1978 útskriftarárgangnum í Valhúsaskóla.

Kl. 20 var fundur kynningarhóps Þú getur! sem er að undirbúa stórtónleikana í Hörpunni þann 15. sept.

Þriðjudagur 3. september

Dagurinn nýttist að mestu í að kynna sér stöðuna í norsku þingkosningunum vegna pallborðs sem ég tek þátt í á morgunn.

Mánudagur 2. september

Hluti dagsins nýttist hjá tannlækni.

Skrapp og hitti kunningja í miðbænum í hádeginu.

Seinni partinn kynnti ég mér starfsemi fyrirtækis sem er að vinna í orkumálum.

Kl.17 var sjósund.

Sunnudagur 1. september

Skrapp með pabba til Húna og Elínar til að sjá litlu ömmustelpuna mína.

Um kvöldið tókum við nokkur á móti Leifi bróður með viðhöfn í Leifsstöð þegar hann kom heim úr Mont Blanc hlaupinu.

Hann hljóp 100 kílómetra á 14 klst. og 17 mín.

Mér skilst að á hverjum klukkutíma brenni hlaupararnir um 1.000 kaloríum.

Hann hefur því brennt yfir 14.000 kaloríum í þessu hlaupi.

Leifur lenti í 18. sæti af 1900 þátttakendum og varð fjórði í sínum aldursflokki.

Mjög gott hjá honum.

Laugardagur 31. ágúst

Fór í góðan göngutúr með systur minni og co í dag.