Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 17.-23. ágúst 2013

Föstudagur 23. ágúst

Kl.11 mættu nokkrir félagar úr Rótarýklúbbi Seltjarnarness í Nauthólsvíkina til að fara í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 11,4 gráður.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Nauthóli.

Fimmtudagur 22. ágúst

Í dag keyrði ég Hákon í Tækniskólann, en í dag var fyrsti skóladagur hans þar.

Kl.17:40 lá leiðin í bíó.

Kl.20 var fundur í Þú getur! stjórninni.

Miðvikudagur 21. ágúst

Dagurinn nýttist í ýmsar útréttingar.

Þriðjudagur 20. ágúst

Um miðjan daginn sótti ég mömmu út á flugvöll.

Kl.16 hittumst við Díi, Hróðný og Heiður á fundi til að skipuleggja endurfundadagskrána fyrir Való-árganginn okkar.

Seinni partinn nýttist í göngu við Straum.

Mánudagur 19. ágúst

Um morguninn fórum við Hákon í Tækniskólann, en hann er að byrja í námi þar í lok vikunnar.

Kl.17 var tími til að skella sér í sjósund, en í gær héldum við Heiður uppá að við höfum synt reglulega sjósund í 5 ár.

Sunnudagur 18. ágúst

Um morguninn var bruch á Hótel Sögu.

Um miðjan daginn fórum við Heiður vinkona að sjá litla ömmubarnið.

Laugardagur 17. ágúst

Í dag lá leiðin í upp á Esjuna enda veður gott.

Kl.18 gafst færi á að passa litlu sonardótturina í fyrsta sinn, en hún er 12 daga gömul í dag.

Foreldrarnir skruppu í brúðkaup til vina sinna.

Sú litla var þæg og góð og svaf mest allan tímann.