Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 10.-16. ágúst 2013

Föstudagur 16. ágúst

Kl.10:30 hélt ég fyrirlestur fyrir norræna ungliða í miðjuflokkum, þ. e. Nordisk Centerforbund(NCF).

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 15. ágúst

Morguninn nýttist til fundahalda.

Kl.17 var fundur í stjórn Þú getur! þar sem var ákveðið að standa fyrir fjáröflunartónleikum bráðlega.

Um kvöldið lá leiðin í kvöldverðarhóf miðjumanna í Norðurlandaráði.

Miðvikudagur 14. ágúst

Fór í ferð með fulltrúum miðjumanna í Norðurlandi í dag.

Þeir eru hér á sumarfundi sínum.

Skoðuðum við m. a. Bláa Lónið.

Þriðjudagur 13. ágúst

Skrapp út í Leifsstöð í dag.

Fór svo til tannlæknis.

Mánudagur 12. ágúst

Dagurinn fór í útréttingar í bænum og heimsóknir.

Sunnudagur 11. ágúst

Um kvöldið heimsótti ég Húnboga, Elínu Björku og litla ömmubarnið.

Sú litla vaknaði og lék á alls oddi.

Laugardagur 10. ágúst

Í tilefni afmælis míns borðaði ég brunch í Skrúði á Hótel Sögu ásamt fjölskyldunni.

Um miðjan daginn lá leiðin niður í bæ til að taka þátt í Gleðigöngunni.

Margt fólk var í bænum og allir í hátíðarskapi.