Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 3.-9. ágúst 2013

Föstudagur 9. ágúst

Á leiðinni til Álaborgar gerðum við stuttan stans á Grenen á Skagen, en sá staður er nyrst oddi Danmerkur.

Kl.13:30 var flug til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til Íslands.

Um kvöldið lá leiðin til Húnboga og Elínar Bjarkar til að skoða litla, fallega ömmubarnið.

Fimmtudagur 8. ágúst

Í dag skoðuðum við Lindholm höje safnið og fórum svo að skoða rithöfundaskólann.

Síðan lá leiðin til Skagen á Skagen safnið.

Um kvöldið var tími til að skreppa í smá sjósund á staðnum.

Miðvikudagur 7. ágúst

Kl.9:30 hófst fundur í stjórn Norræna menningarsjóðsins.

Seinni partinn skoðuðum við m. a. nýja tónlistarhúsið sem er verið að byggja í Álaborg.

Þriðjudagur 6. ágúst

Kl. 12:15 var flug til  Álaborgar.

Fyrst skoðuðum við Listasafnið.

Kl. 14 hófst fundur Norræna menningarsjóðsins.

Mánudagur 5. ágúst

Kl. 8:30 var flug til Kaupmannahafnar.

Um morguninn fæddist fyrsta ömmubarni mitt, dóttir Húnboga og Elínar Bjarkar.

Hún var 13 merkur og 50 cm. og var mjög spræk og fín.

Sunnudagur 4. ágúst

Seinni partinn koma strákarnir og Elín Björk í mat.

Laugardagur 3. ágúst

Dagurinn nýttist í að koma Hákoni fyrir eftir veru hans á Fáskrúðsfirði og taka til.

Einnig skrapp ég út í góða veðrið m. a. til að skoða gróðurinn.