Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 27. júlí-2. ágúst 2013

Föstudagur 2. ágúst

Í dag lá leiðin aftur frá Fáskrúðsfirði og til höfuðborgarinnar.

Á leiðinni stoppuðum við á Höfn í Hornafirði að hitta Simma, en hann er þar að keppa í hlaupum á Landsmótinu.

Fimmtudagur 1. ágúst

Dagurinn fór í að ganga frá og pakka.

Hákon fór að vinna kl.02 um nóttina við að skipa upp.

Um kvöldið lá leiðin í skemmtilegt kaffiboð til Gísla í Loðnuvinnslunni og Sigrúnar.

Miðvikudagur 31. júlí

Um morguninn fór ég í klippingu til Lilju í HárTEAM.

Um miðjan daginn ók ég til Fáskrúðsfjarðar að ná í Hákon sem hefur verið að vinna þar í sumar.

Um kvöldið borðuðum við á Kaffi Sumarlínu.

Þriðjudagur 30. júlí

Í dag fór saumaklúbburinn á sjóstöng.

Ekki veiddum við neittt, en nokkrir um borð fengu fisk.

Þegar í land var komið borðuðum við á Kopar við höfnina.

Mánudagur 29. júlí

Fór um miðjan daginn í sjósund.

Í dag var hitastig sjávar rúmar 15 gráður.

Sunnudagur 28. júlí

Í dag lá leiðin suður aftur.

Laugardagur 27. júlí

Um miðjan daginn fórum við Heiður í langa göngu í sólinni.

Gengum við að Hánípu og tilbaka.